-Counterinn-
_______________
nóvember 10, 2004
ein athugasemd hérna
Skrifað af Ástmar
Klukkan 10:24
Svo að lesendur viti það, þá er grein mín "Fundinn"(aðeins neðar) þar sem ég fjalla um sérprentaðan klósettpappír og hversu líkur bjartmar er mér á myndinni sinni. Þá er hann búinn að skipta um mynd. Og sjálfkrafa þá uppfærist það hjá mér og hefur því greininn misst allan sinn mátt ef við getum sagt svo.
Skil hins vegar ekki af hverju hann hefur skipt út myndinni, þetta var ein af hans bestu myndum (þ.e. þá var hann sem líkastur mér). Skil það samt there is only one Ástmari og hversu mikið sem hann reynir þá getur hann aldrei orðið eins og ég. En samt sætt af honum lítla bróðir að vilja líkjast stóra bróðir sínum og reyndar ósköp eðlilegt. Þannig að ef þú lest þetta bjartmar minn þá Skil ég þig!!!
"Nothing but ell jú ví"
The american Rootbeer!!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 09:57
Sagan byrjar á því að ég og Unnur vorum í Hagkaupum nú um daginn. Það er nú varla frásögu færandi nema það amerískir dagar í Hagkaupum voru að líða undir lok, og flestu því tengdu var á tilboði. Þar sem ég er talin mjög hagsýn maður (sumir ganga svo langt að kalla mig nískupúka (sem er allt annað mál og kemur þessari sögu ekkert við)), þá stóðst ég ekki mátið og fór að kíkja á vörurnar.
Eins og það hljómar nú fáranlega þá fann ég ekki neitt sem mig langiði í, nema eitt. Sá ég glitta í eina ameríska vöru sem mig hefur alltaf langað til að smakka, "american rootbeer"!!! og það sem meira er þá var hann á tilboði aðeins 40 kr dósin. Þessu tilboði gat ég ekki sleppt.
Keypti ég því "bjórinn". Beið ég spenntur að fá að prófa, en ég ákvað að bíða með að fá mér þangað til að ég var kominn aftur út í skóla (því þá gæti ég montað mig af því að vera með útlenskan rootbeer(all the way from america)).
Þegar ég var kominn aftur út í skóla opnaði ég dósina og fékk mér sopa. "hmm skrýtið bragð" hugsaði ég með mér. Fékk ég mér annan, þá rifjaðist það fyrir mér hvaðan ég hafði smakkað svona áður, það var þegar ég var lítill pjakur og ég hafði misst tyggjó ofaní kókdósina mína. Þetta var nákvæmlega sama bragðið, þetta var ógeðslegt og ekki manni bjóðandi. Hætti ég því snögglega við að fá mér fleiri og henti þessari blessaðri gosdós (jafnvel þó að aurapúkinn í mér hafi verið grátandi við að sjá eftir þessum 40 kr sem gætu frekar notast við að borgað fyrir kaffibolla).
Eftir þetta atvik heiti ég því að aldrei ALDREI að fá mér aftur root beer. Því þetta er ekki nokkrum manni bjóðandi þessi blessaði ameríski rótarbjór!!!
nóvember 04, 2004
Fundinn!!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 17:32
Jæja þá fann ég það sem ég var að tala um áðan.
Því það er möguleiki á því að láta sérprenta fyrir þig klósetpappír ef maður vill. Hverjir eru það sem eru því??? Nú þeir hjá justtoiletpaper.com, þar er hægt að nálgast alls konar áprentaðan pappír og ef áhugi er fyrir því þá er möguleiki að prenta á pappírinn. Nákvæmlega það sem ég var að tala um.
Nú þarf þetta bara að komast í tísku. Þá er möguleikar á því að fólk taki pappírinn sinn með sér að heima, bæði til að sýna hann og geta sagt að það einnungis notist við klósettpappírinn sinn
Eins og þetta er nú skemmtileg pæling um að fólk taki með sér klósettpappír með sér á skemmtilífið þá efa ég að þessi hugmynd ná einhvern tíman fótfestu.
Eitt sem ég vill benda á. Nú var ég að tjékka á karlagötu búum og sá að bjartmar er núbúinn að skipta um mynd af sér, allt í lagi. Nema það að mér finnst svipurinn á honum minna mig á einhvern sem ég þekki. Hver gæti það nú verið....(ástmar horfir upp í himininn, lýtur í kringum sig) Auðvitað, ÉG!!!!
sjáið bara myndirnar
Kannski er þetta einhver vitleysa hjá mér!!! ég ætti að taka þetta nærri mér. Jæja ég er sannfærður þetta er bara gott hjá honum, ég er ánægður með að hann vilji líkjast svona prýðismanni (sem ég er bæ þe vei).
Bjartmar gott framtak!!!!
hugmynd um tískuvöru!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 10:39
Var ég að varfa á netinu nú um daginn og fann ég þessa ágætu síðu karlagötubúa, tók ég eftir því að hún er alls ekki ólík minni þannig að ég tók mig nú til og breytti henni aðeins til þess að vera nokk almennilegur við peyjana.
En þegar ég var að skoða síðuna tók ég eftir einni grein sem var eftir hann Bjartmar, þar sem hann var að fjalla um að hafa klósettsetur sem tískuvöru. Skemmtileg pæling það en af hverju að stoppa þar af hverju ekki hafa special toiletpaper þ.e. klósettpappír með myndum af bush, beckham og þess háttar. Sloganið gæti verið e-ð á þessa leið
"do you hate someone????
why not take a crap on him!!...."
Þetta væri alveg möguleiki.
Nóg af þessari vitleysu, ég HÆTTUR!
nóvember 03, 2004
miðvikudagur, miðvikudagur, miðvikudagur miðvikudagur
Skrifað af Ástmar
Klukkan 14:28
Í dag er miðvikudagur, sniðugt þetta fyrirbæri miðvikudagur. Hann er svo skemmtlegur. Hann er svona í miðri viku og hann heitir miðvikudagur því eins og fram er komið að þá er hann í miðri viku.
|