-Counterinn-
_______________
desember 17, 2004
Loksins smá pása!!!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 14:14
Jæja þá er ekki nema eitt próf eftir. Almenn efnafræði, það er það sem þeir kalla þetta sem á víst að fara að taka prófi í. Ég er nú ekki alveg að skilja hvað við verkfræðingar þurfa að nota kunnáttu í efnafræði, það er nú margt skrýtið hérna í verkfræðinni að maður er löngu hættur að pæla í þessu.
Var í prófi í gær, samfelldaraflfræði, kallinn sem var að kenna okkur þetta ákvað allt í einu að lengja prófið svona rétt áður en hann hætti að kenna þetta. Hann bætti við einu verkefni og einum lið við hverja spurningu og fyrir þá sem ekki vita þá er þetta nánast tvöfalt venjulegt próf í samfelldaraflfræði. Sem gerði það að verku að fáir ef einhverri náðu að klára prófi, jafnvel að þó að allir (þar á meðal ég) voru að skrifa allan tímann. Satt að segja var ég langt því frá að ná að klára prófið. Eftir svona törn ákvað ég taka mér smá pásu bæði í gær og fyrripartinn í dag. En þetta þýðir ekki endalaust þannig að ég verð að fara kíkja í bækurnar, svona eftir smá stund... svona eftir hálftíma. jamm það er ágætt.
Unnur var að klára sitt síðasta próf í dag, henni gékk bara nokkuð vel að eigin sögn, sem er frábært vonum bara að sé nóg.
|