-Counterinn-
_______________
mars 04, 2005
Hvar er karlinn búinn að vera !!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 12:27
jæja það er aldeilis búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu vikurnar. Fyrst núna er kominn smá pása til þess að skreppa á selfoss og skreppa á eitt stykki árshátíð!! Við strákarnir erum bara að fara að leggja af stað eftir 10 mín. og ég ákvað að nota þessar örfáu mínútur til þess að kíkja á bloggið og skrifa nokkrar línur. Eins og ég var búinn að segja þá er búið að vera nóg að gera bæði í skóla og lífinu utan skólan þar sem ákveðið var að gera myndband fyrir árshátíðina. Hver var valinn til þess að taka upp og klippa "det hele" myndband enginn annar en kallinn sem pikkar hér. Þetta var spennandi lokasprettur í gærkvöldi þar sem ég rétt náði að koma öllu fyrir á disk og brenna. En svona er þetta nóg að gera og nóg að snúast, jæja þá eru strákarnir komnir verð að þjóta. Verð einnig að fara sinna þessari bloggsíðu minni meir þetta gengur ekki þetta blogleysi!!! (maður hálf skammar sín þar sem þetta eru nú fréttavefur eggertsgötu 2 íbúð 303). (flaut heyrist Ástmar stendur upp og öskrar út um gluggann (með sterkri röddu) "ER AÐ KOMA" annað flaut heyrist Ástmar öskrar en hærra "EEERRRR AAAAÐÐÐÐ KKKOOMMMMAAA") Smá innsýn hvað er að gerast þegar þetta er allt saman skrifað, jæja núna verð ég að faraaaaaaa....
|