-Counterinn-
_______________
nóvember 19, 2004
jæja þá er einni viku styttra í prófin!
Skrifað af Unni
Klukkan 19:45
jæja nú er ein enn vikan búin og því einni viku styttra í prófin! Ég var í prófi í gær í félagsfræði og það gekk ágætlega þangað til einkunnin kemur. Þori ekki að segja hvað ég gæti fengið!! Það kemur í ljós í næstu viku:o( Í næstu viku er seinasta vikan og svo eru 9 dagar í upplestrafrí og svo koma prófin. Það verður mjög gaman þegar þau eru búin!!
Ég held að ég hafi eignast óvinkonu í dag í tíma. Þær voru 2 fyrir aftan okkur Berglindi og þær voru ekki búnar að stoppa að kjafta alla tíman. Um klukkan 3 gafst ég upp og snéri mér við og sagði þeim að tala lægra því að ég væri að reyna að hlusta. Hún var nú sko ekki ánægð en hvað átti ég að gera???? Láta þær halda áfram að tala og ég yrði orðin geðveik á þeim. Svo voru tvær að tala við hliðina á mér og svo heyrði Berglind þær segja ,, Afhverju skammar hún þær ekki??" Hún var sem sagt mjög bitur út í mig að ég hafi vogað mér að segja eitthvað við þær. En vitiði hvað? Mér er nokkuð sama hvað þær hugsa um mig. ég var orðinn mjög pirruð og það á ekki að þurfa að þagga niður í fólk í háskóla!! Hvað finnst ykkur?
Í morgun fór ég í Völustein til að kaupa saumagarn. Allavegana mér var boðið góðan daginn þegar ég kom inn í búðina og svo fór ég inn í bútasaumshornið. Var það dágóðan stund og konan var að afgreiða en þegar hún var búin að afgreiða fór hún að sniglast í kringum mig en ekki datt henni í hug að spyrja hvort hún gæti hjálpað mér?? ég var mjög móðguð, ekki skrítið, hún lét eins og ég væri ekki þar. Svo fór ég að kassanum og þær stóðu tvær konur og voru að tala og hættu ekkert að tala þegar ég kom! Ég beið smá og svo sagði ég bara hátt og skýrt. HALLó!! Konan var voðalegt smjaður en ég var frekar pirruð og labbaði frekar ósátt út úr búðinni. Svona er þegar ung stelpan labbar inn í svona búð þar sem bara konur vinna þá er eins og við séum ekki í búðinni. Svo fór ég í skólan og var með þessar stelpur talandi í kringum mig og það gerðir mig ennþá pirraðri en ég núna búin að róast.
Í gær fór ég og keypti Harry Potter og ég horfði á hana 2. Hún er svo skemmtilegt.
En núna held ég að þið séuð búin að fá nóg af mér...... blessblessssssss
nóvember 14, 2004
enn ein helgin sem fer í ekki neittt:(
Skrifað af Unni
Klukkan 21:11
jæja um helgina fórum við austur. Fórum fyrst á selfoss og gerðum eitthvað fyrir bílinn og fengum að borða hjá mömmu og pabba eðal kjúklingabringur í BBQ legi, þær voru ÆÐI. Svo keyrðum við austur og fórum til Kára og Kristínar. Síðan vildu strákarnir kíkja á Kristján og þar fórum við í pílukast þar sem ég "Vann". Á laugadeginum ætluðum við að læra en ég get ekki sagt að við hefðum gert mikið svolleiðis :o( Um kvöldið kíkti ástmar aftur til kára og svo á ball en ég fór á Selfoss og sat og saumaði með henni mömmu minni:o) það var voðalega kósí kvöld hjá okkur. Í dag fórum við til hennar Ástu, systir mömmu hans ástmar. Þar var Ragna sem er konan hans Elmars sem er sonur hennar ástu. Hún er líka að læra hjúkrun og hún er líka alltaf að prjóna eða sauma eitthvað eins og ég:o) Við vorum kominn í bæin um klukkan hálf 4 og við vorum ekki að nenna að fara að læra þannig að við ákváðum að við myndun hafa kósídag í seinasta skipti fyrir próf. Erum búnar að horfa á 2 bíómyndir og pöntuðum okkur Dominos mmmmmmmm.........
Bróðir minn tók svo rosalega flotta mynd af okkur sem mig langar svo að sýna ykkur. hún var tekin í 40 ára afmælinu hjá henni Kötlu frænku.
nóvember 10, 2004
ein athugasemd hérna
Skrifað af Ástmar
Klukkan 10:24
Svo að lesendur viti það, þá er grein mín "Fundinn"(aðeins neðar) þar sem ég fjalla um sérprentaðan klósettpappír og hversu líkur bjartmar er mér á myndinni sinni. Þá er hann búinn að skipta um mynd. Og sjálfkrafa þá uppfærist það hjá mér og hefur því greininn misst allan sinn mátt ef við getum sagt svo.
Skil hins vegar ekki af hverju hann hefur skipt út myndinni, þetta var ein af hans bestu myndum (þ.e. þá var hann sem líkastur mér). Skil það samt there is only one Ástmari og hversu mikið sem hann reynir þá getur hann aldrei orðið eins og ég. En samt sætt af honum lítla bróðir að vilja líkjast stóra bróðir sínum og reyndar ósköp eðlilegt. Þannig að ef þú lest þetta bjartmar minn þá Skil ég þig!!!
"Nothing but ell jú ví"
The american Rootbeer!!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 09:57
Sagan byrjar á því að ég og Unnur vorum í Hagkaupum nú um daginn. Það er nú varla frásögu færandi nema það amerískir dagar í Hagkaupum voru að líða undir lok, og flestu því tengdu var á tilboði. Þar sem ég er talin mjög hagsýn maður (sumir ganga svo langt að kalla mig nískupúka (sem er allt annað mál og kemur þessari sögu ekkert við)), þá stóðst ég ekki mátið og fór að kíkja á vörurnar.
Eins og það hljómar nú fáranlega þá fann ég ekki neitt sem mig langiði í, nema eitt. Sá ég glitta í eina ameríska vöru sem mig hefur alltaf langað til að smakka, "american rootbeer"!!! og það sem meira er þá var hann á tilboði aðeins 40 kr dósin. Þessu tilboði gat ég ekki sleppt.
Keypti ég því "bjórinn". Beið ég spenntur að fá að prófa, en ég ákvað að bíða með að fá mér þangað til að ég var kominn aftur út í skóla (því þá gæti ég montað mig af því að vera með útlenskan rootbeer(all the way from america)).
Þegar ég var kominn aftur út í skóla opnaði ég dósina og fékk mér sopa. "hmm skrýtið bragð" hugsaði ég með mér. Fékk ég mér annan, þá rifjaðist það fyrir mér hvaðan ég hafði smakkað svona áður, það var þegar ég var lítill pjakur og ég hafði misst tyggjó ofaní kókdósina mína. Þetta var nákvæmlega sama bragðið, þetta var ógeðslegt og ekki manni bjóðandi. Hætti ég því snögglega við að fá mér fleiri og henti þessari blessaðri gosdós (jafnvel þó að aurapúkinn í mér hafi verið grátandi við að sjá eftir þessum 40 kr sem gætu frekar notast við að borgað fyrir kaffibolla).
Eftir þetta atvik heiti ég því að aldrei ALDREI að fá mér aftur root beer. Því þetta er ekki nokkrum manni bjóðandi þessi blessaði ameríski rótarbjór!!!
nóvember 09, 2004
Jæja litla lambakjötið bara orðið 20 ára:o)
Skrifað af Unni
Klukkan 23:02
jæja þá má maður loksins fara í ríkið og lögleg inna á suma staði hér í bænum. Afmælisdagurinn var voðalega venjulegur mánudagur, fór í dæmatíma um morguninn og svo í einn sálfræðitíma og svo í 3 félagsfræðitíma, sem er í raun ekki neinum manni bjóðandi....... Svo fórum við Ástmar í kringluna og ég keypti í ríkinu í fyrsta skipti og ég keypti einhverja freyðivíns flösku í gjafaumbúðum og með henni fylgdu tvö mjög töff glöd. En þarf versta var að konan spurði mig bara ekki um skilríki, ég var nú bara svoldið svekkt:o( En allavega, ég fór og keypti mér afæmlisgjöf frá ömmu og svo fórum við á American Style. En á sunnudeginum, 7 nóvember var haldin smá "afmælisveisla" eða svona smá matarboð, við fjölskyldan, Steini, Eva og Jón Þórarinn, Erla og Co, Badda og Sigga og amma mín. Pabbi grillaði 2 læri og meðlæti var með og svo bakaði ég tvær SÚKKULAÐIKÖKUR!!!!!! Önnur var með 275 gr af 70% súkkulaði og hin var með 800 gr. af suðusúkkulaði og svo setti ég súkkulaðibáð fyrir kökurnar. Taka skal fram að þessar kökur voru bara í raun súkkulaði og egg og ekkert hveiti í þeim. Þær voru sko ALGJÖRT æði!!!!!!!!! Þetta voru sko EKTA súkkulaði kökur. Ég fékk nokkara afæmlisgjafir, þar má nefna, gullhring fá mömmu og pabba, flíspeysu (sem ég á eftir að fá) frá Ástmar, kerti, kertstjaka, myndir frá Glódísi, Andrési og Ástrós og fl. Þetta kvöl var algjört æði. Svo fórum við í bæinn bara um kvöldið.
Jæja svo styttist bara í prófinn, í næstu viku er félagsfræðipróf og vikan þar á eftir er seinasta vikan á önninni. Þannig að það er kominn smá fiðringur í magan og jafnvel smá stresssssss. En allavega ætla ég verði nú ekki að fara koma honum ástmari í rúmið, klukkan er orðinn frekar margt eða solleiðis. komum bara heim rétt um hálf 11 þannig að það er alveg komin tíma til að fara að sofa........ bið að heilsa í bili
p.s ég er að horfa á best of poptíví og ég mæli eindregið með að þið horfið á það!!
nóvember 04, 2004
Nýtt og flottara blogggggggggggggg
Skrifað af Unni
Klukkan 18:48
jæja hvernig líst ykkur á nýjun síðuna okkar?? hún er miklu flottari en hin gamla, það finnst mér allavega. Nú fáið þið sjá myndir af okkur og fleira flottara. Ekkert er nýtt í fréttum frekar en fyrri daginn. Ég var bara að koma heim af bókhlöðunni, búin að vera þar síðan kl 8 í morgun. var held ég bara ágætlega dugleg í dag. Nú er ekki nema mánuðir í prófin skemmtulegu þannig að maður verður víst að vera að læra meira en venjulega, því miður! þá hefur maður engan tíma til að undirbúa jólin fyrr en 17. des en þá er seinasta prófið mitt. Hins vegar er Ástmar ekki búin fyrr en 21.des þannig að ég er mjög sátt að vera búin 17. þó að það sé seint.Um helgina ætlum við aðeins að halda upp á afmælið mitt. Bara lítið matarboð og bara voða voða kósí vonandi. Ég ætla sko að baka flottustu súkkulaði afmælisköku sem hefur verið gerð í Sóltúni og það er eins gott að það sé eitthvað varið í þær. Hef ekki bakað þær áður þannig að það er smá tilraunarköku!En núna ætla ég að fara að borða FISK í 3ja skiptið í vikunniblæbæbæ í bili
Fundinn!!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 17:32
Jæja þá fann ég það sem ég var að tala um áðan.
Því það er möguleiki á því að láta sérprenta fyrir þig klósetpappír ef maður vill. Hverjir eru það sem eru því??? Nú þeir hjá justtoiletpaper.com, þar er hægt að nálgast alls konar áprentaðan pappír og ef áhugi er fyrir því þá er möguleiki að prenta á pappírinn. Nákvæmlega það sem ég var að tala um.
Nú þarf þetta bara að komast í tísku. Þá er möguleikar á því að fólk taki pappírinn sinn með sér að heima, bæði til að sýna hann og geta sagt að það einnungis notist við klósettpappírinn sinn
Eins og þetta er nú skemmtileg pæling um að fólk taki með sér klósettpappír með sér á skemmtilífið þá efa ég að þessi hugmynd ná einhvern tíman fótfestu.
Eitt sem ég vill benda á. Nú var ég að tjékka á karlagötu búum og sá að bjartmar er núbúinn að skipta um mynd af sér, allt í lagi. Nema það að mér finnst svipurinn á honum minna mig á einhvern sem ég þekki. Hver gæti það nú verið....(ástmar horfir upp í himininn, lýtur í kringum sig) Auðvitað, ÉG!!!!
sjáið bara myndirnar

Kannski er þetta einhver vitleysa hjá mér!!! ég ætti að taka þetta nærri mér. Jæja ég er sannfærður þetta er bara gott hjá honum, ég er ánægður með að hann vilji líkjast svona prýðismanni (sem ég er bæ þe vei).
Bjartmar gott framtak!!!!
hugmynd um tískuvöru!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 10:39
Var ég að varfa á netinu nú um daginn og fann ég þessa ágætu síðu karlagötubúa, tók ég eftir því að hún er alls ekki ólík minni þannig að ég tók mig nú til og breytti henni aðeins til þess að vera nokk almennilegur við peyjana.
En þegar ég var að skoða síðuna tók ég eftir einni grein sem var eftir hann Bjartmar, þar sem hann var að fjalla um að hafa klósettsetur sem tískuvöru. Skemmtileg pæling það en af hverju að stoppa þar af hverju ekki hafa special toiletpaper þ.e. klósettpappír með myndum af bush, beckham og þess háttar. Sloganið gæti verið e-ð á þessa leið
"do you hate someone????
why not take a crap on him!!...."
Þetta væri alveg möguleiki.
Nóg af þessari vitleysu, ég HÆTTUR!
nóvember 03, 2004
miðvikudagur, miðvikudagur, miðvikudagur miðvikudagur
Skrifað af Ástmar
Klukkan 14:28
Í dag er miðvikudagur, sniðugt þetta fyrirbæri miðvikudagur. Hann er svo skemmtlegur. Hann er svona í miðri viku og hann heitir miðvikudagur því eins og fram er komið að þá er hann í miðri viku.
|