-Counterinn-
_______________
nóvember 10, 2004
The american Rootbeer!!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 09:57
Sagan byrjar á því að ég og Unnur vorum í Hagkaupum nú um daginn. Það er nú varla frásögu færandi nema það amerískir dagar í Hagkaupum voru að líða undir lok, og flestu því tengdu var á tilboði. Þar sem ég er talin mjög hagsýn maður (sumir ganga svo langt að kalla mig nískupúka (sem er allt annað mál og kemur þessari sögu ekkert við)), þá stóðst ég ekki mátið og fór að kíkja á vörurnar.
Eins og það hljómar nú fáranlega þá fann ég ekki neitt sem mig langiði í, nema eitt. Sá ég glitta í eina ameríska vöru sem mig hefur alltaf langað til að smakka, "american rootbeer"!!! og það sem meira er þá var hann á tilboði aðeins 40 kr dósin. Þessu tilboði gat ég ekki sleppt.
Keypti ég því "bjórinn". Beið ég spenntur að fá að prófa, en ég ákvað að bíða með að fá mér þangað til að ég var kominn aftur út í skóla (því þá gæti ég montað mig af því að vera með útlenskan rootbeer(all the way from america)).
Þegar ég var kominn aftur út í skóla opnaði ég dósina og fékk mér sopa. "hmm skrýtið bragð" hugsaði ég með mér. Fékk ég mér annan, þá rifjaðist það fyrir mér hvaðan ég hafði smakkað svona áður, það var þegar ég var lítill pjakur og ég hafði misst tyggjó ofaní kókdósina mína. Þetta var nákvæmlega sama bragðið, þetta var ógeðslegt og ekki manni bjóðandi. Hætti ég því snögglega við að fá mér fleiri og henti þessari blessaðri gosdós (jafnvel þó að aurapúkinn í mér hafi verið grátandi við að sjá eftir þessum 40 kr sem gætu frekar notast við að borgað fyrir kaffibolla).
Eftir þetta atvik heiti ég því að aldrei ALDREI að fá mér aftur root beer. Því þetta er ekki nokkrum manni bjóðandi þessi blessaði ameríski rótarbjór!!!
|