-Counterinn-
_______________
desember 18, 2004
Prófin er búin
Skrifað af Unni
Klukkan 11:12
jæja þá er ég búin í prófum og er að fara heim á selfoss í dag. VIð tókum allt til í gær og breyttum aðeins og svo ætla mamma að koma á eftir að við ætlum að fara að kaupa gardínur. Svo ætla ég heim á selfoss og liggja í leti yfir jólin. Ástmar verður ennþá hér því að hann er ekki búin fyrr en 21.des og þá fer hann beint austur, þannig að við verðum lítið saman allavega fyrir jól. En allavega þá er ég búin og mér gekk bara sæmilega en það kemur allt í ljós 10. jan. Ef ég fæ ekki inn þá þarf ég að taka 2 áfanga til að halda íbúðinni og ætla að vinna eitthvað með.
Eg kláraði rannsóknina á fimmtudaginn og má sem sagt fara að borða nammi og þess háttar núna. Ég léttist um 5.5 kíló og missit 8 cm í mitti og 5.6 cm af mjöðmum sem er bara nokkuð gott:o) finnst ykkur það ekki. En núna ætla að ég að halda áframa ð gera ekki neitt í fyrsta skipti í allavega 4 vikur sem ég þarf ekki að vera að læra alla sólarhringinn
GLeðilega Jól fyrir þá sem ég ekki hitti og hafið það gott um jóln
desember 17, 2004
Loksins smá pása!!!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 14:14
Jæja þá er ekki nema eitt próf eftir. Almenn efnafræði, það er það sem þeir kalla þetta sem á víst að fara að taka prófi í. Ég er nú ekki alveg að skilja hvað við verkfræðingar þurfa að nota kunnáttu í efnafræði, það er nú margt skrýtið hérna í verkfræðinni að maður er löngu hættur að pæla í þessu.
Var í prófi í gær, samfelldaraflfræði, kallinn sem var að kenna okkur þetta ákvað allt í einu að lengja prófið svona rétt áður en hann hætti að kenna þetta. Hann bætti við einu verkefni og einum lið við hverja spurningu og fyrir þá sem ekki vita þá er þetta nánast tvöfalt venjulegt próf í samfelldaraflfræði. Sem gerði það að verku að fáir ef einhverri náðu að klára prófi, jafnvel að þó að allir (þar á meðal ég) voru að skrifa allan tímann. Satt að segja var ég langt því frá að ná að klára prófið. Eftir svona törn ákvað ég taka mér smá pásu bæði í gær og fyrripartinn í dag. En þetta þýðir ekki endalaust þannig að ég verð að fara kíkja í bækurnar, svona eftir smá stund... svona eftir hálftíma. jamm það er ágætt.
Unnur var að klára sitt síðasta próf í dag, henni gékk bara nokkuð vel að eigin sögn, sem er frábært vonum bara að sé nóg.
desember 14, 2004
puðið er allt að klárast
Skrifað af Unni
Klukkan 23:12
jæja þá er ég (Unnur) búin með 3 próf og bara 1 eftir á föstudaginn. Þá verð ég mjög fegin að þetta sé búið. það er reynda ekkert auðvelt að einbeita sér núna því að ég sé fyrir endan á þessu og á rannsókninni sem klárast á fimmtudagsmorgunin og þá fer ég í mælingu. Svo ætla ég að fara í bakarí og kaupa mér eitthvað gott í morgunmat og svo ætla ég að kaupa mér nammi til að borða meðan ég klára að læra undir sálfræðiprófið. Svo á föstudaginn ætlum við nokkrar sem erum sitjum saman að fara út að borða á Hard Rock. Svo fer ég í smá dekurog svo verður farið og hent öllum ryki út úr íbúðinni okkar, þó fyrr hefði verið.
Á föstudaginn síðasta fórum við og hittum skúla og sigrúnu og Guðjón stein en ég er ekki búin að þau í næstum 2 ár og Guðjón Stein er ég auðvitað ekki búin að hitta. en það var rosalega gaman að hitta þau loksins.
Ástmar er núna út í skóla að læra en ég nenni ekki að læra meira í dag og er bara að horfa á strákana í 70 mín.
þangað til næst.....
desember 09, 2004
Puðið hálfnað:o)
Skrifað af Unni
Klukkan 13:41
jæja þá er ég (unnur) búin að fara í 2 próf og þau eru búin að ganga vonum framar. við skulum bara vona að það sé nóg. Á mánudaginn var félagsfræðipróf og í morgun var líffærafræðipróf.
Nú sit ég á bókasafninu í VR og er að fara að læra undir lífefnafræðina sem er á mánudaginn. Svo á föstudaginn næsta komandi er sálfræðipróf og þá er minni törn lokið. Ásmtar hins vegar er að fara í seinast tíman sinn í dag og fyrsta prófið er á morgun og hann er ekki búin fyrr en 21 des.
Langar að segja ykkur að ég er kominnn með síðu sem er http://spaces.msn.com/members/unnzan
Þar getiði séð myndir af okkur og fleirum atburðum.
Allavega þá ætla ég að halda áfram að læra..... bið að heilsa í bili:O)
|