janúar 27, 2005
Nú er allt komið á gott ról
Skrifað af Unni
Klukkan 20:05
skólin er byrjaður á fullu og ég er bara orðin nokkuð duglega að læra... Er allavega ekki langt á eftir.. miðaða við margar allavega. Mér finnst þetta alveg rosalega skemmtilegt og ég hef ekki efast 1 sek um hvað ég valdi. Í dag var tími í Aðhlynningu 1 og við Ólöf vorum saman og vorum að baða hvor aðra.. Við samt vorum að gera grín af því hvað við yrðum ekki góðar hjúkkur því að við gleymdum hinu og þessu þegar við vorum að þvo hvor annarri.. en æfingin skapar meistarann.. er það ekki? Svo lærðum við að búa um rúm en svo voru nokkrar sem voru að spyrja af hverju við værum að læra það því að það eru víst alltaf sjúkraliðarnir sem gera það inn á stóru sjúkrahúsunum en það er nú samt ekkert verra að kunna þetta.
Á morgun förum við á þorrablót hjá systkinum hennar mömmu. Það er bara fyllerí og sungið og mikið borðað þannig að maður gæti verið svoldið vel þunnur á laugardaginn.
jæja langaði bara aðeins að láta ykkur vita að við erum enn þá á lífi
heyrumst seinna..
janúar 20, 2005
Jæja jæja jæja
Skrifað af Ástmar
Klukkan 18:17
þá er maður farin að skrifa aftur eftir langa pásu. Hér er allt gott að frétta, maður er svona að koma sér í gírin aftur eftir jólafríið og svona og lífið er að taka sinn vanagang. Hvað er nú að frétt ???
jahh ég keypti nú vasareikni ef svo mætti kalla, þetta er alhliða töfratæki sem getur allt nema eiginlega að vaska upp. Enda var hún nú ekki keypt til þess heldur að reikna og annað því tengt.
Jahh svo á Kristbergur afmæli í dag, til hamingju með það kristbergur minn.
Jamm svo er maður að fara í vísindaferð á morgunn, ferðininni er heitið til línu hönnunn, það verður nú ógurlega gaman.
jæja ég ætla að fara að gera eitthvað
janúar 18, 2005
skólinn kominn á fullt og bara gaman:o)
Skrifað af Unni
Klukkan 09:59
jæja þá er skólinn kominn á fullt aftur eða svona eiginlega. erum núna að klára alla almennu hjúkrunina og heilbrigðismati fyrri verklega námi sem hefst 25 feb.. held ég. Var í líkamsmati í gær og það gekk bara prýðilega nema hvað við fengum mjög lítil tíma til að skoða hvor aðra vel og geta skrifað niður það sem við sáum.. svo eigum við að skrifa skýrslu þegar við erum búin að skoða allan líkaman og fá sjúkrasögu og þess háttar. En mér líst bara rosalega vel á þetta og held að þetta verði bráðum ennþá skemmtilegra þegar maður er kominn meira inn í þetta allt saman og farin að kynnast fleirum stelpum... Svo er stundatafla bara fyrir hvern dag í einu því að enginn dagur er eins.. þannig að það er líka frekar gaman.. t.d í dag er ég ekki í skólanum vegna "hópastarfs" í líkamsmati. ég er í hóp 2 og hann var í gær en næst verð ég í hóp 3 og það er þriðjudaginn þannig að þá fæ ég ekkert frí:(
Bjartmar... Bróðir skrifa líka á þessa síðu en bara alveg rosalega sjaldan..
jæja ætla fara að læra eitthvað
janúar 12, 2005
Fyrsti skóla dagurinn:o)
Skrifað af Unni
Klukkan 21:15
jæja þá er fyrsti skóladagurinn búin og hann heppnaðist bara mjög vel held ég. Ég mætti í lífeðlisfræði- og frumulíffræðitíma. Það var bara mjög gaman og konan er bara alveg ágæt. Hún tilkynnti okkur það samt strax að við myndun ekki læra neitt í tíma hjá henni heldur væri hún plógur og við værum akurinn og hún væri bara til að opna okkur fyrir því að fara heim að læra en þetta hlýtur að reddast, líst allavega ekki illa á þetta. Svo fórum við í kynningu í almenni hjúkrunarfræði og heilbrigðismati og það var nú meira bullið. þær voru tvær að kynna þá og þær töluðu bara í hringi og þetta varð allt frekar ruglingslegt en þetta kemur allt saman þegar við byrjum eitthvað á ráði. Og svo var einn tími í almennri hjúkrun og sá tími var um líkamsbeitingu og eitthvað fleira.
Á morgun er fyrsti verklegi sýnikennslu tíminn. þá verður farið í lífsmörkin. Ég get ekki beðið
læt ykkur vita hvernig mér gekk í verklega tímanum.......
janúar 10, 2005
Skunnza.tk
Skrifað af Unni
Klukkan 19:46
vildi bara benda ykkur á að á skunnza.tk getiði séð myndir frá okkur
vonandi kíkiði þangað
Nú er kátt á Eggertsgötunni
Skrifað af Unni
Klukkan 18:40
jæja þá er ég (Unnur) búin að fá út úr prófunum mínum og hvað haldiðið...?????? Ég komst áfram:o) og er ekkkert lítiið ánægð. Þannig að ég byrja bara aftur í skólanum þann 12. janúar. Ég er svo ánægð að ég er að springa. Þannig að nú byrjar fjörið og mig hlakkar bara svo til að halda áfram. Þetta kom mér samt mjög á óvart og ég var búin að skipleggja næstu önn og var að fara að sækja um vinnu en nú er þess ekki þörf. Jæja nú ætlum við að borða góðan mat og dýran ís á eftir.....
bless í bili, kveðja Unnur Hjúkka:o)
|