febrúar 26, 2005
mikið bloggleysi í gangi hér
Skrifað af Unni
Klukkan 23:01
jæja mikið er langt síðan að við (ég) hef bloggað eitthvað hérna. Ég er í miðju verknámi og er bara að fíla mig geðveikt vel. Er á DAS í Reykjavík. Alveg nú deild og allt bara voðalega flott og allt starfsfólkið sem vinnur þarna (aðalega konur) eru yndislegt. Hjúkkan sem við erum hjá vil demba okkur í verkin og meira að segja fá einhverja af okkur að sprauta í næstu viku. Byrjum ekki að læra það fyrr en á næstu önn en hún segir að einhvern tíman verðum við að byrja. Þarna væri ég sko alveg til í að vinna í sumar en við verðum á Selfossi þannig að ég er örugglega komin með vinnu á ljósheimum. það verður örugglega bara mjög gaman. Annars er ekkert að gerast merkilegra hérna. Ástmar gerir ekki annað er að læra og það má eiginlega segja að ég sé farin að búa ein, er allavega búin að gera það síðustu viku en svona er þetta nú bara. Við vorum að koma úr bíó og sáum meet the fockers. Hún var mjög góð, þvílíkt fyndið en ekki samt eins ýkt og hin myndin jæja kassinn kallar...
febrúar 08, 2005
........
Skrifað af Unni
Klukkan 11:06
Ekkert merkilegt er búið að gerast hjá okkur undanfarið. Erum bara að læra og hitt og þetta. Ég er loksins komin í gang með það að læra eitthvað af viti. Á að skila skýrslu í Líkamsmati í næstu viku og svo förum við bráðum í verknám;o) Mig hlakkar svo til! Ég fer í Hrafnistu í Reykjavík. Held að það verði bara allt í fína.
Í dag vorum við í verklegri kennslu og við vorum að mata, sjá um munnhirðu og svo gerðum við fóta-og handa nudd á hvor annari.. Það var bara mjög fínt.
Um helgina er ég að fara passa tvíburana og ástrós upp á Laugarvatni.. þau eru búin að suða svoldið lengi í mér að koma og sofa og núna var gott tækifæri því að Erla og Pálmi eru að fara á Þorrablót. Það verður örugglega rosalega gaman hjá okkur.
en annars er ekkert að frétta héðan af Eggertsgötunni.. Endilega verið duglega að kvitta fyrir komu ykkar, er svo gaman að fá commment
bless í biki
febrúar 02, 2005
letibæli á Eggertsgötunni
Skrifað af Unni
Klukkan 20:40
erum bara búin að liggja í þvílíku leti í vikunni eða svolleiðis.. erum hálf eitthvað kvefuð og nennum ekki að gera neitt. en svona er þetta bara stundum.
Skólin heldur bara áfram og við vorum í seinast líkamsmats tímanum okkar í gær. Við hlustuðum hvor aðra og fundum alla púlsa á hvor annarri. það gekk bara upp og ofan en allt kom þetta á endanum. á morgun byrjum við í fósturfræðinni og mig er búið að hlakka mikið til. Svo í næstu viku byrjum við í Heimspekileg forspjallavísindum og ljúkum heilbrigðismatinu. í vikunni þar á eftir klárum við almenna hjúkrun og förum svo í verknám. Ég fer á DAS hjúkrunarheimili sem er fyrir aftan laugarásbíó og mig hlakkar bara voða mikið til:o)
sjónvarpið kallar
letibæli á Eggertsgötunni
Skrifað af Unni
Klukkan 20:40
Jæja þá er þessi vika alveg að klárast og við erum búin að vera mjög löt þessa vikun. Erum bæði búin að vera kvefuð og pirruð og þreytt og höfum ekki nennt að gera neitt. En svona er þetta bara stundum.
Ég er búin að hlakka til alveg síðan á síðasta miðvikudag til að horfa á ER en þá í annað skiptið er ER fórnað fyrir einhverja hátíð í Beinni útsendingu og síðast var handbotlaleikur..... frekar fúlt!
Lítið er að frétta úr skólanum nema að í gær var síðasti líkamsmats tíminn og við vorum að hlusta hvor aðra og fundum alla púlsana. En mér gekk ekkert sérlega vel að finna einhverja 3. var farin að halda að hún tobba mín væri hreinlega bara ekki á meðal oss. En svo kom annað í ljós þegar kennarinn hjálpaði mér. En ekki fann ég hann samt. Ætla bara að æfa mig á ástmar:O) Í þessari viku byrjum við loksins á fósturfræðinni sem mig er búið að hlakka mikið til að fara í. Og svo í næstu viku byrjum við svo í Heimspekileg Forspjallavísindi og þá klárum við heilbrigðismatið og vikuni þar á eftir klárum við Almenns hjúkrun og vikuni þar á eftir byrjum við í Verknámi. Ég fer á DAS í RVK sem er fyrir aftan Laugarásbíó. Konan sagði að þetta væri ný deild og væri voðalega flott allt saman. Mig hlakkar bara mikið til...
jæja ætla halda áfram að horfa á Lethal weapon, eina af 4 sem ég var að kaupa áðan.
heyrumst seinna.. Verið nú duglega að commmenta!!!!
|