-Counterinn-
_______________
mars 30, 2005
er eitthvað bloggleysi í gangi eða hvað.....????
Skrifað af Unni
Klukkan 18:39
ég er alveg hætt að nenna að blogga en þegar fólk er farið að kvarta vegna bloggleysis þá verður maður nú að setja inn eins og 2 línur eða svo. Ekkert er að frétta héðan úr Reykjavíkinni. Höfðum það bara voðalega nice um páskanna. Ég æltaði að læra svo mikið en eins og áður þá byrjaði ég eiginlega ekki á neinum, frekar fúlt en svona er bara að vera latur. Skólin byrjaði í dag og ekki er nún mikið eftir af honum. það er bara næsta vika og 3 dagar í næstu viku og 1 eða 2 í vikunni þar á eftir, þannig að bráðum fer maður bara að læra undir próf, alveg ofsalega skemmtilegt. það verður samt gott þegar allt er búið. ætla bara að hafa þetta stutt núna..... er að horfa á Disney stund í kassanum ;o)
mars 15, 2005
.......................
Skrifað af Unni
Klukkan 10:46
Nú er mín byrjuð í Laugum og er held ég bara að standa sig nokkuð vel. Er með einkaþjálfara sem ég hitti í annari hverri viku til að halda mér við efnið. Það er mjög fínt. Aðstaðan í Laugum er frábær og geðveikt mikið af tækjum og öll þau skipti sem ég hef farið hefur verið geðveikt mikið af fólki. Ég held að það sé aldrei lítið að gera þarna. Skólinn gengur sinn vanagang og núna um helgina eigum við að skila 2 verkefnum, þau síðustu og næstum fyrst á önninni. Þetta er að hafast en get ekki sagt að þetta séu mjög auðveld verkefni, ekki þannig. Annað er um verknámið sem ég fór í og hitt um viðtal sem ég tók við frænda minn. Ekki nóg með það heldur þarf maður að klína heimildum inn í þetta og það er lúmskt erfitt, skal ég segja ykkur. En allt hefst þetta á endanum. Svo í næstu viku kemur páskafrí og þá er bara c.a 7 kennsludagar eftir eða við förum í upplestrarfrí í á milli 11 og 15 apríl, er ekki alveg vitað. Ég er búin að fá vinnu í sumar. Ég verð að vinna á Ljósheimum og mig hlakkar bara ógurlega til. Ástmar verður hjá Ræktó. Þannig að í sumar verður það bara Hótel mamma. Íbúðin kemur til með að standa auð í sumar og ef þið vitið um einhvern sem vantar að leigja íbúð í bænum í sumar, megiði alveg láta mig vita. Erum alveg til í að leigja einhverjum sem við þekkjum. Það má víst alveg leigja þær út en ég kann ekki við að leigja hana hverjum sem er. Ég held að þetta verðir meiriháttar sumar. Við erum að fara í 2 brúðkaup með einar helga millibili og svo erum við að spá í að skreppa yfir helgi til London, bara til að fara eitthvað. Eva og Steini frændi minn eru að fara gifta sig og svo eru Skúli og Sigrún vinafólk okkar í Danmörku að fara gifta sig líka, þannig að það verður nóg að gera í brúðkaupum í sumar;o) En nú er komin tími til að fara brjóta saman allan þvottin sem ég þvoði í gær. bless bili
mars 04, 2005
Hvar er karlinn búinn að vera !!!
Skrifað af Ástmar
Klukkan 12:27
jæja það er aldeilis búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu vikurnar. Fyrst núna er kominn smá pása til þess að skreppa á selfoss og skreppa á eitt stykki árshátíð!! Við strákarnir erum bara að fara að leggja af stað eftir 10 mín. og ég ákvað að nota þessar örfáu mínútur til þess að kíkja á bloggið og skrifa nokkrar línur. Eins og ég var búinn að segja þá er búið að vera nóg að gera bæði í skóla og lífinu utan skólan þar sem ákveðið var að gera myndband fyrir árshátíðina. Hver var valinn til þess að taka upp og klippa "det hele" myndband enginn annar en kallinn sem pikkar hér. Þetta var spennandi lokasprettur í gærkvöldi þar sem ég rétt náði að koma öllu fyrir á disk og brenna. En svona er þetta nóg að gera og nóg að snúast, jæja þá eru strákarnir komnir verð að þjóta. Verð einnig að fara sinna þessari bloggsíðu minni meir þetta gengur ekki þetta blogleysi!!! (maður hálf skammar sín þar sem þetta eru nú fréttavefur eggertsgötu 2 íbúð 303). (flaut heyrist Ástmar stendur upp og öskrar út um gluggann (með sterkri röddu) "ER AÐ KOMA" annað flaut heyrist Ástmar öskrar en hærra "EEERRRR AAAAÐÐÐÐ KKKOOMMMMAAA") Smá innsýn hvað er að gerast þegar þetta er allt saman skrifað, jæja núna verð ég að faraaaaaaa....
mars 02, 2005
Skrifað af Unni
Klukkan 16:14
á morgun og hinn eru síðustu verknámsdagarnir mínir. mér finnst þetta þvílíkt gaman og ekki skemmir hvað allir á minni deild eru æðislegir. Við áttum að fá að sprauta sjúklinga í gær en þá hafði einhver hjúkkan verið búina ð því þannig að við ætlum kannki að sprauta hvor aðra á morgun. Við prófuðum bara að sprauta í appelsínu, bara svona til að fá tilfinninguna. Mér tókst allavega mjög vel að gera það og appelsínan kvartaði ekki mikið;o) í næstu viku fer ég skólan í 2 daga og einnig í vikunni þar á eftir, þannig að nú ferð maður að setja í gírin og byrja aðeins að læra fyrir prófin og klára öll þessi verkfni og skýrslu sem kennarnir föttuðu að láta okkur gera, frekar fúlt en svona er lífið.... Ástmar er að fara á árshátíð á föstudaginn og ég kem til með að vera bara hjá mömmu gömlu og horfa á Idolið. maður fer nú ekki að missa af því fyrir einhverja árshátíð;o) nú ætla ég að reyna að læra eitthvað, heyrumst seinna!
|