-Counterinn-
_______________
apríl 29, 2005
Fyrsta bóklega prófið er búið
Skrifað af Unni
Klukkan 23:18
þá er fyrsta prófið mitt búið og það var það erfiðast og mesta efnið var fyrir það. Mér gekk bara nokkuð vel, skildi fáar spurningar eftir og allt gekk allavega betur en ég bjóst við. Ástmar var einnig í prófi í morgun og honum gekk bara ágætlega. Svo förum við bæði næst í próf á þriðjudaginn og svo eitthvað meira. Svo þegar prófin eru búin verður sko feitttttttt djamm. Fyrsta árið í hjúkkunni ætlar að fara í bláa lónið og svo bíður ein stelpan okkur heim í feitttt partý. Mér heyrist á ástmar að hann fari bæði 12 maí og 14 maí í "próflokadjamm" þannig að það verður mikil þynnka í gangi hér í krinum þessa daga.
hvað finnst ykkur um eggjagjafir?? sá frétt um eina konu sem vantar egg, því hún getur ekki notað sín egg. Fannst þetta mjög sorglegt. mig langara að vita ykkar álit á svona gjöfum!!!
Annars höldum við bara áfram að læra og eigum okkur ekkert líf, sem er frekar fúlt en svona er þetta bara...
blesss í bili
apríl 19, 2005
............
Skrifað af Unni
Klukkan 17:15
Núna er ég (Unnur) löngu komin í upplestrar frír, eins og þið hafið örugglega séð og er bara búin að vera nokkuð dugleg að læra. Ástmar er eins og venjulega alltaf út í skóla og ég má vera glöð ef hann kemur heim í mat! En svona er bara lífið. Þetta fer nú samt allt að taka enda, sem betur fer og þá getur hann farið loksins eitthvað að læra fyrir próf. Mikið er gaman að sjá að fólk er loksins óhrætt við það að commenta á síðuna okkar. Það er fátt skemmtilegra en að fá skemmtileg comment. Ætla að halda áfram að læra, núna er ekki nema 10 dagar í fyrsta prófið mitt, vá hvað tíminn er fjótur að líða... Allavega heyrumst seinna
apríl 07, 2005
fyrsta prófið búið
Skrifað af Unni
Klukkan 09:42
jæja þá er ég búin í fyrsta prófinu mínu og það var verklegt próf. Átti að flytja sjúkling hærra upp í rúm, bæði með því að virkja hann sjálfan, ég ein að hjálpa og svo sjúkraþjálfarinn líka. Þetta gekk voðalega vel og ég veit ekki alveg hvað ég var að stressa mig fyrir. þetta er ekkert mál. Á morgun er eiginlega síðasti skóladagurinn. í næstu viku er reynda hálfur dagur á skyndihjálparnámskeið og einn fósturfræðitími, annars er ég komin í upplestrarfrír. En núna ætla ég að koma mér í tíma bless í bili
|