-Counterinn-
_______________
maí 31, 2005
Montin;o)
Skrifað af Unni
Klukkan 23:16
Í kvöld í vinnunni fékk ég að setja upp nál. ég, sem er ALDREI spautað einu sinni, fékk að prófa og þetta gekk alveg ágætlega, hitti vel á æðina fyrsta en svo klikkaði eitthvað, en það eru nún ekki margir sem ná þessu í fyrsta skiptið. ég stakk gamla konu, sem hafði heldur ekkert mjög góðar æðar, vorum heillengi að finna eina góða en svo gekk þetta bara betur en ég hafði gert mér vonir um;o) Núna er ég að springa úr monti að hafa prófað þetta;o) hélt nefnilega að ég myndi eki geta þetta eftir að ég horfði á eina gera þetta í gær og þá fékk ég illt í magan, en þetta gekk eins og í sögu, eða solleiðis;o) annars er ekkert að frétta, mér líkar vinnan mín geðveikt vel og er alveg búin að finna það að ég er á réttri hillu:o) er bara á fullu að vinna í vagninum líka þannig að það er sko nóg að gera á þesssum bæ, ástmar fer um hálf 8 á morgnanna og skilar sér svona á milli 19-21 eða lengur.
nú er komin tími til að fara að sofa, er á morgunvakt í fyrramálið
bless í bili
maí 29, 2005
Skrifað af Unni
Klukkan 20:56
Nú erum við flutt heim til mömmu og pabba á selfoss. það er svo sem allt í lagi. Leiðinlegt samt að vera komin inn á einhvern aftur, það er nefnilega miklu þægilegra að vera bara ein á báti:o) Ég er byrjuð að vinna á ljósheimum og mér finnst það bara mjög gaman. Þetta er eitthvað sem á vel við mig. Fólkið þarna er veikara en á venjulega dvalarheimili þannig að ég fæ að læra mjög mikið (vona ég). ástmar er byrjaður á fullu í ræktó og líka það bara vel.
annars er voðalega lítið að frétta hjá okkur. eigum bæði eftir að fá út úr 2 prófum en erum allavega búin að ná þeim sem við erum búin að fá útúr.
læt heyra í mér meira seinna bið að heilsa í bili
kv. Unnur
maí 14, 2005
ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM:o)
Skrifað af Unni
Klukkan 10:12
ÉG ER LÍKA BÚIN Í PRÓFUM, LIGGALIGGA LÁI;O) jæja þá er gamla búin í prófum og seinasta prófið var ekki svo slæmt, ekki eins og almenn hjúkrun. Það gekk voðlega vel, mér sem kveið svo rosalega fyrir þessu, svaf lítið í nótt og gat bara borðað eina brauðsneið í morgu fyrir prófið:o( núna er ég að bíða eftir hinum stelpunum við því ætlum út að borða. og svo er geðveikt djamm í kvöld;o)
vildi bara segja ykkur þessar góðu fréttir
kv. unnur
maí 11, 2005
4 búin- 1 eftir
Skrifað af Unni
Klukkan 10:31
jæja þá er ég loksins búin með 4 próf og á bara eftir eitt á laugadaginn. Ég var í prófi í gær en það gekk ekkert alltof vel. En svona er þetta bara. Var held ég aðeins of kærulaus og ælta sko ekki að vera það fyrir næsta próf. Held samt alveg að ég nái. Núna ætla ég ekkert að fara í ræktina fyrr en ég er búin í prófum og það verður sko lært 24/7 eða svona næstum. Þannig að ég ef ég hringi í ykkur þá eigið þið að skella á og segja að ég eigi að vera að læra;o) ástmar klára á morgun og er í prófi í dag og á morgun (fimmtudag).
Ætla bara rétt að láta heyra í mér
hugsið fallega til okkar meðan við sitjum hérna og læraum;o)
maí 06, 2005
3 búin, 2 eftir
Skrifað af Unni
Klukkan 20:29
Í morgun fór ég í Heimspekilega forspjallavísindi próf og það var ekkert sérstakt. Það var öðruvísi en ég bjóst við og það var bara ein ritgerðar spurning og hún gilti alls 40% af prófinu, sem mér finnst vera geðveikt mikið. Ritgerðar spurningin var um konu sem komst af því á 13 viku að barnið hennar væri með lítin heila, sem engan. Hún vildi ekki fara í fóstureyðingu, heldur vildi hún ala barnið og gefa líffæri úr barninu til líffæragjafa. Við áttum að tala um siðferðisleg álitamál sem koma upp og eitthvað fleira, rök með og á móti og fl. þetta var bara eitthvað rugl hjá mér en ég held að ég hafi getað kjaftað mig út úr þessu. En allavega þá eru bara 2 próf eftir og þau eru almenn hjúkrun og heilbrigðismat, sem er frekar létt. ég nennti einmitt ekkert að læra neitt í dag því að prófið er nú eki fyrr en á þriðjudaginn þannig að þetta er allt í góðu. í staðinn tók ég til í dag og var bara nokkuð myndarleg, held ég. ástmar er að fara í próf á morgun og svo á hann 2 eftir það og hann er búin 12. maí en ég er ekki búin fyrr en 14. maí. Í kvöld ætla ég nú bara að eiga góða stund með kassanum og prjónunum því á morgun heldur lærdómurinn áfram
bið að heilsa í bili;o)
takk freyja;o)
maí 03, 2005
Fósturfræðin búin líka, 3 eftir
Skrifað af Unni
Klukkan 10:22
jæja nú er ég búin með 2 erfiðustu prófin og 3 eftir, það er heimspeki, almenn hjúkrun og heilbrigðismat. Mér kvíður eiginlega mest fyrir heimspekinni. því að þar er í raun engin lausn heldur hvernig við rökstyðjun niðurstöðuna sem við fáum og eitthvað rugl. En þetta bara fylgir og maður klára þetta eins og hvert annað. ég er nú búin að vera frekar löt í ræktinni og er svo að fara til Bubba í dag og mér hálf kvíður fyrir. er nefnilega búin að vera svoldið kærulaus en það eru próf og þá má maður eiginlega allt, er það ekki? þau eru nú bara tvisvar á ári. En núna ætla ég aðeins að liggja í leti og byrja svo aftur að læra, frekar óheillandi en þetta fer nú allt að klárast bið að heilsa......
p.s ástmar má ekki alveg vera að því að blogga núna, greyið má varla vera að því að vera til. var í prófi í morgun og fer í annað á morgun þannig að það er svoldið mikið að gera hjá honum. En svona er þetta bara:o)
|