-Counterinn-
_______________
júní 27, 2005
ferðalag í rigningu
Skrifað af Unni
Klukkan 21:47
um helgina seinustu fórum við í brúðkaup austur í Svínafell hjá skúla og sigrúnu, vinafólki okkar. Við komum þangað á föstudeginum og grilluðum okkur pulsur og höfðum það vel kósý. Svo á laugardeginum var brúðkaupið. ég var að klára gjöfina þeirra til klukkan 2 á laugardeginum og þá ætlaði ég að fara að pakka henni inn en ég hafði gelymt öllu sem heitir gjafapappír og kort þannig að við fórum í þvílíka leit að korti og fengum pappír hjá systir sigrúnar. ég var bara svo mikið að hugsa um að klára gjöfina að ég steingleymdi að spá í að hafa með mér pappír. brúðkaupið var æðislegt, þau voru svo fín og allt var meiriháttar. Veislan var langt fram á kvöld og við sem endust lengst vorum að til klukkan 6 um morgunin eða þá var seinast litið á klukkuna;o) í veislunni var brúðarvendinum kastað og ég (Unnur) greip hann. ástmar gerir það sem hann getur til að gleyma því en eins og Skúli sagði þá voru 6 ár síðan sigrún greip vöndin og ætli það verði ekki bara það sama hjá okkur, hver veit!! síðan vöknuðum við um klukkan hálf 11 um morgunin, pökkuðum saman, fengum okkur morgunmat í salnum þar sem veislan var, þar voru næstum allir sem höfðu verið í brúðkaupinu og svo lögðum við af stað heim á selfoss. ástmar greyið fékk þann heiður að keyra alla leiðina og ég svaf mest allan tíman. þegar heim var komið bauð heilsan ekki upp á að ganga frá öllu dótinu þannig að ég fékk þann heiður, þegar ég var búin að vinna í dag, að ganga frá öllu dótinu okkar, sem var ekkert smá.
mér gengur vel í vinnunni. hjúkkurnar eru mjög duglegar að leyfa mér að prófa. á morgun á ég að fá að prófa að setja upp þvaglegg, það er ef ekki verður búið að skipta um. En allavega það væri gaman að gera það. ástmar er líka alltaf að vinna og við hittumst ekkert það oft lengur en í klukkutíma. en sumarið er næstum hálfnað þannig að þetta verður fljótt að líða þangað til við verðum flutt aftur í bæin.
ég var að sjá stundatölfuna mína fyrir næstu önn og ég, sem var ekkert lítið fegin að fá smá frí frá skólanum, get ekki beðið eftir að byrja aftur. á næstu önn lærum við að sprauta, setja upp nálar og margt fleira. á næsta ári eru fleiri hjúkrunaráfangar, örveru- og sýklafræði, ónæmis- og meinafræði, lyfjafræði og fleira. eins og ég sagði áðan þá hlakkar mig mikið til að byrja aftur, einnig að hitta stelpurnar aftur og geta komist aftur í Laugar.
allaveganna, kannski ég fari nú að knúsa hann ásta minn núna, fyrst við erum bæði heima svona til tilbreytingar
gaman að sjá þegar þið commentið
kv. unnur
júní 10, 2005
vinna og vinna og ennþá meiri vinna
Skrifað af Unni
Klukkan 12:06
það er nú svo sem lítið að frétta af okkur. erum eiginlega bara alltaf að vinna,bæði tvö. ég er ljósheimum og svo þegar ég er ekki þar, þá er ég í vagninum. ástmar vinnur bara í ræktó en það er samt vinna á við 2. fer snemma á morgnanna og kemur mjög sein á kvöldin, þannig að við hittumst stundum mjög lítið en svona verður lífið okkar í sumar. okkur vantar bara pening og maður fær hann víst ekki með því að sitja og gera ekki neitt.
ég er búin að vera í fríi síðustu 2 daga og er að mestu búin að vera í vagninum. En ég er líka búin að geta sofið svoldið út sem er mjög gott þegar maður er að vinna svona mikið.
annars er ekkert að frétta
þangað til næst.... bbæbæ
júní 04, 2005
fyrsta næturvaktin;o)
Skrifað af Unni
Klukkan 03:06
jæja núna er ég á minni fyrstunæturvakt sem fer ekki fram í pylsuvagninum. þessar næturvaktir á ljósheimum eru miklu rólegri en nokkurn tíman í vagninum. við sitjum bara 3 í lazyboy stólum og horfum á kassann þangað til einhver hringir bjöllunni. þettta er voðalega þægilegt en maður getur orðið vel syfjaður við það að sitja í svona góðum stólum þannig að ég ákvað að taka mér smá pásu frá stólnum og athuga hvort að ég myndi ekki vakna. annars er voðalega lítið að frétta af okkur skötuhjúunum. erum bæði að vinna mjög mikið og oft er það þannig að ég fer að vinna um það leiti sem ástmar kemur heim þannig að ég hitti hann stundum ekkert fyrr en ég fer heim að sofa. en svona er þetta bara.
ætla reyna að horfa kannski aðeins á einhverja bíómynd sem er í sjónvarpinu
bless í bili
|