-Counterinn-
_______________
ágúst 16, 2005
eitt enn afrikið
Skrifað af Unni
Klukkan 23:04
hvað haldið að mín hafi gert áðan?? ég tók blóð úr henni Röggu mágkonu og það gekk sko alveg áfallalaust;o) ég er geðveikt montinn og hjúkkan var mjög ánægð með mig;o) langaði bara að monta mig
kv. Unnur
ekkert að frétta
Skrifað af Unni
Klukkan 14:50
af okkur er voðalega lítið að frétta nema hvað að skólin fer að byrja aftur. ástmar byrjar 29. ágúst en ég ekki fyrr en 1. sept. ég klára mína vinnu 27. ágúst, er þá næturvakt og svo er bara að flytja til RVK. mikið hlakkar mig til, fá aðeins stærra pláss en lítið herbergi. samt er samvist okkar hérna búin að ganga vel, alveg ótrúlega vel, við mamma höfum ekkert svo mikið verið að jagast en eitthvað auðvitað. ástmar er jafnvel búin að fá vinnu fyrir næsta sumar. Óli bróðir bað hann um að koma og vinna á verkfræðistofunni sem hann er að vinna á. það er náttúrulega frábært. þannig að ástmar er kominn með pottþétta vinnu þá vonandi lengur en bara sumarið. en allavega þá er ekkert annað að frétta af okkur, erum bara í vinnunni og þess á milli sofandi líklegast;o)
bið að heilsa í bili
ágúst 01, 2005
Betra seint en aldrei;o)
Skrifað af Unni
Klukkan 00:54
jæja það er sko ár og aldir síðan ég skrifai síðast. Er frekar upptekin í vinnunni og ekki nennir ástmar á skrifa inn á síðuna þannig að þið verðið að hafa þolinmæði milli þess sem ég skrifa;o) síðan síðast erum við búin að fara í brúðkaup, fjölskyldu fyllerí og vinna ennþá meira. við fórum í brúðkau til steina og evu þann 9. júlí og það var algjört æði, allt saman. vorum í bústað á kirkjubæjarklaustri og veislan var einnig þar. eftir veisluna var haldið áfram upp í bústað og það voru kveðnar klámvísur upp á borðum af ákveðnm feðgum og ekki nóg með það þá átti faðirinn að fara í hnéaðgerð þremur dögum seinna en það stoppaði hann ekki að klifra upp á borð. Það var bara gaman og ég er að alltaf að sjá það betur og betur hvað ég á skemmtilega fjölskyldu;o)
ég er að vinna alltaf meir og meir á ljósheimum og núna vinn ég í 10 daga og er í fríii í 4 sem er fínt en ég vakt nr. 10 er ég samt orðin frekar þreytt en svona er þettta bara. fólkið er alltaf jafn yndislegt og ég lærði meira að segja eina klámvísu í dag:
Karlmannsleysið gremur geð Grátur löngun sanni Ekki hefur hún sextug séð Sívaling á manni
þannig að þið sjáið að maður lærir ýmislegt í vinnunni.
um helgina er ástmar í slökun á Hvolsvelli á meðan ég er að vinna yfir 12 tíma alla helgina. Er orðin það þreytt að ég er hætt að geta sofið loksins þegar ég kem heim. svefnleysið var einmitt valdur þess að ég er að skrifa núna. en ég miðvikudaginn er ég næturvakt og eftir það fer ég í frí þangað til 4 á þrijudag, sko á ljósheimum en er að vinna í pullaranum þess á milli.
jæja ætli ég reyni nú ekki að sofna, hvernig sem það fer. þarf að vakna um hálf 9 í fyrra málið og fer í vagninn til 3 og svo beint á ljósheima til 00 þannig að það er nóg að gera!!!
bið að heilsa í bili
kv. vinnualkin;no)
|