-Counterinn-
_______________
september 30, 2005
klukkuð aftur:o(
Skrifað af Unni
Klukkan 09:13
ég á svo yndislega frænku sem þurfti endilega að klukka mig aftur, ég skal gera þetta aftur og þá kannski aðeins merkilegra en síðast
1. ég er prjónaóð. það segir ástmar allavega. ég verð að koma við allt sem er prjónað og ég verð aðeins að skoða það og fá uppskrift af sem mestu, hvort sem ég kem til með að prjóna það eða ekki
2. ég er barnaóð. í dag er ég að passa þríbura. ég bjóst aldrei við því að ég myndi passa eitthvað að ráði aftur, ekki búin að gera það lengi því að ég hef haft litla frænda minn til að hnoðast með en núna hef ég sko 3 börn, 2ja mánaða og fæ að knúsa þau þrisvar í viku. þau lýsa upp tilveruna mína svo um munar.
3. ég er að læra hjúkrunarfræði og veit fátt skemmtilegra en að stinga fólk, hvort sem það er að sprauta, taka blóð, setja upp nál eða eitthvað annað. sumir segja að ég sé eitthvað rugluð að finnast það skemmtilegt en svona er ég bara;o)
4. ég elska fjölskylduna mína meira en nokkuð annað. hún er fullkomin á alla kantar, bæði litla fjölskyldan mín, og stóra fjölskyldan hennar mömmu og litla hans pabba. ég er rosalega heppin að eiga þetta fólk að þegar eitthvað kemur upp á. það eru ekki allir jafn heppnir og ég.
5. ég er pylsusystir og er mjög stolt af því. við erum að fara í bústað um helgina og það verður djamm aldarinnar. ekkert getur komið í veg fyrir að við skemmtum okkur saman. þetta er skemmtilegasti vinahópur sem hægt er að vera í og Bossinn okkar er sá besti í heimi
ég gerði þetta í flýti og þetta uppfyllir kannski ekki allt það sem átti að segja en svona er þetta bara
kv Unnur
september 25, 2005
gaman að lífinu í dag;o)
Skrifað af Unni
Klukkan 13:12
jæja þá er ég komin aftur í RVK eftir smádjamm á selfossi. á miðvikudaginn þá fór ég að passa litlu dúllurnar mínar. þau stækka svo hratt að það liggur við að mér fannst munur á þeim frá mánudegi til miðvikudags. þau voru í vigtun og Markús er orðin þyngstu 5000gr. sem er frábært. ég verð í fríi í næstu viku vegna þess að foreldrar hann Jóakims eru að koma frá Svíþjóð og verða framm á næstu helgi þannig að ég verð í fríi í næstu viku. þá verður tekið á lærdómum og ekki gert annað. á fimmtudaginn fórum við stelpurnar í vagninum í smá óvissuferð. fórum í þykkvabæin og borðuðum svo á Kaffi Langbrók í Fljótshlíðinni. það var svakalega gaman. ég hef aldrei farið í svona óvissuferð þar sem allir eru svona rosalega drukknir. svo var endað á pakkhúsinum og ég var þar til lokunar, þá fór ég í partý stutt heiman frá mér og fór svo heim. dagurinn eftir var aftur á móti ekki jafn skemmtilegur. ég held að ég hafi verið hreinlega ölvuð allan daginn, sem var ekki nógu gott þar sem ég þurftia ð vera að eins að vinna yfir daginn. en maður lét sig nú hafa það. í gær var ball í Hvíta húsinu og ég var að vinna á barnum þar. það var mjög gaman. get alveg hugsað mér að gera það aftur. ég fór svo bara í morgun í RVk og er að undirbúa söngbók fyrir næstu helgi þar sem við stelpurnar í vagninum erum að fara í bústað upp á IÐU. ég er búin að redda þremur strákum til að koma með gítar og spila undir söng hjá okkur og þá vil ég nú hafa almennilega söngbók. þannig að ég ætla að fara vinnu í þessu heyrumst síðar;o)
p.s var að fá að vita hvar ég fer í verknám og ég verð á Selfossi. það verðu örugglega mjög gaman;)
september 20, 2005
Þríburarnir
Skrifað af Unni
Klukkan 21:05
vildi bara segja ykkur að ég er búin að setja slóð á síðuna hjá þríburunum hérna til hliðar. Endilega kíkjið á þau. Þau eru svo sæt. ég er einmitt að fara passa þau á morgun og mig hlakkar svo mikið til;o)
september 19, 2005
klukkuð
Skrifað af Unni
Klukkan 17:40
ég var víst klukkuð af tveimur þannig að ég verð að segja 5 hluti um sjálfa mig. 1.ég er þreytt 2. ég er þunn 3. ég er raddlaus 4. ég er með harðsperrur í öllum vöðvum líkamans 5. ég er svöng
nú klukka ég bryndísi, Melkorku, Ásu valdísi, Fríði og Elínu Heiðu. góða skemmtun;o)
Frjósemispillan Viagra.
Skrifað af Unni
Klukkan 17:35
Frjósemispillan Viagra.
Í landi elda og ísa,
er nánast hver kvennmaður skvísa.
En nú gamall er limur,
sem áður var fimur.
Hann fæst ekki til þess að rísa.
Fyrir fyrrum ungmennin gröðu,
sem léku sér oft úti í hlöðu.
Nú komin er pilla
til aðstoðar Lilla
að ná sér í upprétta stöðu.
Hér áður þau skemmtu sér saman
svo kafrjóð og broshýr í framan.
En eftir örlitla bið,
nú Lillinn rís við
og þá verður aftur svo gaman.
Svo eldhress og allur á lífi
þó eflaust þeir bakinu hlífi,
þeir biðja um fátt
en nú vilja þeir drátt.
Það held ég að konurnar svífi.
Með auman og ónýtan tilla
sem með réttu má kalla Lilla.
Nú þarf ekki að bíða
bara fá sér að .....
Hún er góð þessi dásemdar pilla.
datt inn á þessa vísu úr ritgerð sem ég gerði um testósterón og eitthvað fleirra datt til með að setja hana inn.
september 18, 2005
Spennandi verkefni framundan
Skrifað af Unni
Klukkan 19:56
jæja þá er nú mikið búið að gerast seinustu daga. ég skellti mér upp í sveit á fimmtudag og fór í réttir á föstudag og laugardag. ég sem ætlaði að vera bara voðaleg róleg, endaði á því að detta í það ´fimmtudagskvöldi, allan föstudag og allan laugardag. þannig að ég í dag ég er aðeins þreytt. á fösudaginn var svo farið á ball í árnesi og þar varð röddin mín eftir og svo fórum við í partý í skeiðháholti á laugardagskvöldið, og þar var 3 gítara og eitt píanó og þar var sungið ennþá meira. síðan fórum við á hestakránna og þar var drukkið ennþá meira. en á föstudeginum riðum við heiman frá og upp í skaftársréttir og ég fór á Hálegg, sem er by the way 24 vetra. hann byrjaði á því að hrekkja mig upp sillubrekku og svo rauk hann með mig á stað aftur og þá fór ég af baki og fékk annan hest. bjarnheiður frænka fór svo á hann og hann rauk með hana líka, þannig að hún leyfði honum bara að hlaupa. og merin sem ég fór svo á rauk líka á eftir hálegg þannig að um það leyti sem við komum upp í réttir vorum við orðnar frekar þreyttar í höndunum. á leiðinni heim fór ég á háleg heim og það var æði. það var reyndar svoldið mikil rigning en það er auka atriði. í næstu viku og eitthvað fram eftir, kem ég til með að passa þríbura 3 klst í senn og 2x eða 3x í viku. svakalega gaman, hér er síðan hjá þér þannig að þið getið séð hvað þau eru svakalega lítil og sæt;o) http://valhallawebdesign.com/Joakim/Tritlar/ endilega kíkið á þetta og segði mér svo hvað ykkur finnst þau sæt, þau eru algjört æði en núna ætla ég aðeins að fara út að labba með henni freyju minni, er svo svakalega södd að ég er að springa þannig að ég ætla að reyna að labba þetta af mér.
september 08, 2005
Skólinn kominn á fullt
Skrifað af Unni
Klukkan 18:56
jæja nú er skólinn komin á fullt og allt gengur sinn vanagang hjá okkur. Fullt af verkefnum og nóg að læra. í auganblikinu sit ég bara ein í skólanum en mér er bara alveg sama. betra að vera ein en að sitja hliðina á stelpunum. senn líður að réttum og sigga frænka var að tjá mér þær góðu fréttir að ég fengi að vera á Hálegg(sem er yndislegast hestur sem til er á jarðríki, eða mér finnst það). hann er reyndar svoldið feitur núna, þannig að sigga sagði mér að ég þyrfti að teygja vel á;o)
alltaf styttist í það að við förum til Barcelona þó að það séu margar vikur þangað til, en styttist með hverjum deginum;o) ferlega skemmtilegt. ég er búin að finna 5 bls. af stöðum sem við ætlum kannski að skoða og fl. annað er ekki að frétta af okkur kv. Unnur
september 01, 2005
fyrsti skóladagurinn;o)
Skrifað af Unni
Klukkan 13:26
jæja þá er fyrsti skóladagurinn búin og hann var ágætur fyrir utan það er stelpurnar sem ég sat hjá á seinustu önn breyttu sætaröðinni og nú sit ég ein út í enda og ekki hliðina á vinkonu minni. og svo fengum við að velja okkur í hópa og þær völdu sig saman og ég er ein og veit ekkert hvað ég á að gera!!! ein frekar pirrrrrrruðððð. en svona er þetta bara. ég ætla bara að fá að vera með einhverjum öðrum og kynnast bara nýjum. alveg komin tími til þesss.
þessa önnina er ég í ónmæis- og meinafræði, lífeðlisfræði II, örveru- og sýklafræði, greiningar hjúkrunarviðfangsefna og aðferðir í hjúkrun II. þessir áfangar leggjast bara mjög vel í mig en ég var samt svoldið svekkt þegar ég komst af því að við lærum ekki að setja upp nál núna heldur á næstu önn en það kemur á endanum.
annað er frétta er það að ég keypti mér tölvu í gær. geðveikt lítil og sæt. alveg ekta stelputölva. geðveikt ánægð með hana. þessi önn er nefnilega mjög mikil verkefna önn og ástmar þarf líka að nota tölvuna þannig að við ákvaðum að kaupa bara aðra. búin að vera svo duglega að vinna í sumar;o)
svo vorum við að breyta aðeins í íbúðinni eða solleiðis, settum skrifborðið sem var inn í herbergi framm í stofu og ætlum að kaupa kommóðu inn í herbergi. svo hentum við út sjónvarpsskápnum og settum sjónvarpið ofan á einn skápin í hillu samtæðunni. nú höfum við smá meira pláss og okkur finnst íbúðin hafa stækkað mikið við þetta
en ekkert meir í bili, nenni ekki að byrja að læra strax, kannski seinna;o) bless í bili
kv.Unnur
|