-Counterinn-
_______________
nóvember 22, 2005
Kína here we come
Skrifað af Unni
Klukkan 22:45
jæja þá er orðið ljóst að við förum til kína í tvær vikur og eina viku til thailands í vor í útskriftarferðina hjá verkfræðideildinni. þetta verður bara æðistlegt. Flug til London og áfram til Peking – dvalið þar í 3 nætur Xian (2 nætur) Chongqing (1 nótt) Yangtse Cruise – ferja (3 nætur) Shanghai (4 nætur) Hua Hin á Tælandi (vikudvöl) einnig er fullt fæði (morgun-, hádegis-og kvöldverður) þann tíma sem við verðum í Kína, sem eru 2 vikur, sem er mjög gott þetta er planið.
http://www.hiltonworldresorts.com/resorts/HuaHin/index.html þetta er hótelið sem við komum til með að gista á, á THailandi. svakalega stutt niður á ströndina og fl og nú er eins gott að taka sig á í ræktinni til að geta spókað sig eitthvað á ströndinni og legið í sólbaði.
valið stóð á milli þess að fara til USA og enda á hawai eða fara þessa ferð. það munaði ekki nema 50 kr á milli á ferðunum og mann og það var ekkert fæði inn í ferðunum í USA og mikið af rútum. en í kína sofum við í ferju og eina nótt í lest og ferðumst mest með lestum, bara gaman. þetta er miklu meiri ferð heldur en að fara til USA þar sem við komum örugglega til með að fara til USA seinna,
annars er ekkert að frétta, skólin heldur áfram og ég er alveg að verða búin í verknámi og svo byrjar próflesturinn. það hefði verið gott að vera í fyrri hópnum í verknáminu og geta jafnvel verið byrjuð í próflestri. fyrsta prófið okkar er 10 des og kennslan er búin, þannig að nú dugar ekkert annað er að klára þessu 2 50% verkefni til að geta byrjað sem fyrst á próflestrinum. af ástmari er að frétta að hann er alltaf í skólanum og ég sé hann voðalega lítið, þarf helst að panta tíma til að geta hitt hann reglulega, t.d í hádeginu og í kvöldmat.
þetta er nú allt að klárast og eftir mánuð verðum við komin í jólafrí, sem verður geggjað;o)
biðjum að heilsa í bili, get ekki lofað að ég skrifi eitthvað fyrr en ég er búin í prófum
kv Unnur
nóvember 09, 2005
afmælið búið og nú er bara alvaran
Skrifað af Unni
Klukkan 22:23
jæja þá er mín komin á þrítugs aldurinn, er það nú...... ég trúi því varla að ég sé svona gömul, en svona er þetta víst. ég átti sem sagt afmæli í gær og það var alveg ágætur dagur. fór í fyrsta skiptið á sjúkrahúsið í smá kynningu, var reyndar bara frá 09-12 og fór svo að læra.svo borðuðm við saman fjölskyldan og svo fór ég að læra um kvöldið þannig að ótrúlegt en satt þá var ég bara nokkuð dugleg að læra í gær. í dag hins vegar var ég ekki alveg eins dugleg ég reyndi þó. fór svo á kvöldvakt og var að koma þaðan. fékk að gera fullt, sprauta, blanda sýklalyf, gefa þau, taka til lyfin og fleira. þetta var æði
en núna ætla ég að fara að sofa
heyrumst seinna
Unnur sprautuóða
nóvember 03, 2005
nú er allt að gera sig;o)
Skrifað af Unni
Klukkan 15:53
nú er svei mér allt að gera sig. ég er búin að fá spark í rassin þannig að ég er farin að læra aftur og gengur bara nokkuð vel. er reyndar byrjuð að borða nammi aftur en þegar litla nammið sem við keyptum í fríhöfninni er búið ætla ég að taka mér pásu aftur. svo er ég að fara í verknám í næstu viku á selfoss og kem til með að vera þar meira eða minna næstu 3 vikurnar. ég fór á jólakortanámskeið á þriðjudaginn, það var geggjað, ég keypti fullt af dóti og er orðin dolfallin jólakortaföndrakona. sérstakleg finnst mér flottust þrívíddar kortin þó að ég tými örugglega ekki að senda þau, þau eru svo mikið vesen en geðveikt flott. í kvöld er ég að fara kenna skvísunum að prjóna. það verður eitthvað skrautlegt. er að fara að búa til leiðbeiningar núna.. bið að heilsa í bili kv Unnur nammigrís
nóvember 01, 2005
Barceolona ferð;o)
Skrifað af Unni
Klukkan 08:01
þá erum við komin frá Barcelona. Ferðin var æðisleg í alla staði. allt heppnaðist mjög vel og bara allt var frábært. hún byrjaði með því að við fórum í flugstöðina um klukkan 10 á fimmtudagsmorgun og tjékkuðum okkur inn, síðan var haldið að borða og fyrst bjórin opnaður um klukkan half 11. hann smakkaðist voðalega vel;o) síðan flugum við út og lent um klukkan 7 á spænskum tíma. síðan var haldið á hólteið og út í bæ að borða. við lentum á rosalega góðum stað sem hét HAPPY og við fórum þangað svo aftur seinasta kvöldið. við ákváðum að enda kvöldið á besta staðnum sem við höfum prófað. á föstudeginum vorum við ástmar komin út í bæ að versla um 10 leytið og um hádegi fórum við heim til að losa okkur við alla pokana sem við vorum búin að kaupa. eftir hádegi hittum við krakkan sem við vorum alltaf með og við fórum að borða á pizza marizano sem var ítalskur staður með svakalega góðum mat, allir voru voðalega ánægðir. síðan héldum við áfram að versla. um kvöldið fórum við á gosbrunna sýningu þar sem gobrunnarnir fór upp og niður í takt við tónlist sem var spiluð, það var GEÐVEIKT FLOTT!!!!! síðan var víst flugelda sýning en við vorum farin að borða. þá fórum við á la poma sem var allskonar vetingar staður. það var svakalega gaman og svakalega gott. við ástmar vorum mjög heppinn með staði sem við fórum á en á laugardeginum fóru krakkarnir á einhvern stað sem var ekkert góður en þá fórum við ástmar niðri á bæ að versla og fórum á buger king með mömmu og pabba. á laugardeginum fórum við líka á ekta flóamarkað. þvílíka draslið sem var þarna, það liggur við að sumt fólkið hafi farið og týnt upp af götunni draslið og sett í hrúu á jörðina og selt fótið á eina evru. en á þessum markaði fundum við óskrifaða dvd diska, 100 stk á 20 evrur sem er um 1420. hérna á íslandi kosta 25 diska inna við 4000 kr. þannig að þetta voru kosta kaup. við versluðum okkur svakalega mikið. við keyptu 8 pör samtals af skóm,8 gallabuxur (ástmar fékk 6 stk), fullt af bolum, nærfötum, náttfötum (ég) og margt fleira. það var rosalega gott að versla þarna, við versluðum mest í H&M en annað var líka sumt ódýrar en á íslandi. En svo var líka hægt að kaupa margt á uppsprengdu verði. á laugardagskvöldinu var svo árshátíðin. hún var í gamalli villu aðeins við útjaðar borgarinnar. það var æði. forrétturinn voru margir litlir réttir sem við fengum öll að smakka og svo var aðalega rétturinn lambakjöt. og eftir rétturinn var súkkulaðimús, svakalega gott. allt var þetta í boði Óla stjóra í ræktó, bæði vínið og maturinn.við gátum drukkið eins og við vildum og allt var frítt. þetta var rosalega gaman. á sunnudeginum ákváðum við að sofa fram að hádegi og fara svo út að skoða. víð fórum og skoðuðum la sagrada familia kirkjuna sem var geðveikt flott. og fórum á sædýrasafn og síðan vorum við ástmar svo þreytt að við fórum bara heim á hótel en hin fóru í kringluna sem var þar rétt hjá. við ástmar vorum bara orðin nett þreytt á því að vera að skoða í búðum. um kvöldið fórum við svo aftur að borða á HAPPY. alls staðar þar sem við borðuðum þá skiptum við reikningnum á par, sem sagt í fernt og borguðum þannig. það var mjög þægilegt, bæði fyrir okkur og þjónana. við pöntuðum okkur oft for-aðal og eftir rétt, bæði með bjór og kók og vatni og reikningurinn fór sjaldan yfir 40 evrur á par. þettta var svakalega ódýrt. svo var mætin í loby á mánudagsmorgun klukkan hálf 6 að spænskum tíma og flugið var um 8. ástmar keypti svakalega flottan iPod á leiðinni út í flugvél. vorum mikið búin að leita af honum og það var bara heppni að við fundum hann. við vorum komin heim á Eggertsgötuna um klukkan 13:00 í gær og þá gengum við frá öllu og í dag ætla ég svo að þvo allan þvottinn. hann er ekkert smá mikil en svona er víst að koma frá útlöndum. í dag er ég að fara á jólakorta námskeið með Eddu. mig hlakkar svo mikið til, held að það verði geggjað. svo er ég líka að fara með þríburana með karólínu til læknis, 3ja mánaða sprautan, svaka fjör. en núna ætla ég að fara að læra og þvo þvott, það veitir víst ekki af
kv Unnur Barcelona fari
|